Lífið

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Guðný Einarsdóttir orgelleikari
Guðný Einarsdóttir orgelleikari

Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 23. júlí kl 17:00. Flytjandi að þessu sinni er orgelleikarinn Guðný Einarsdóttir. Tónleikarnir standa í eina klukkustund án hlés.

 

 

Guðný Einarsdóttir er fædd í Reykjavík 1978. Hún stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og orgelnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem kennari hennar var Marteinn H. Friðriksson.

Í vor lauk hún orgelnámi við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem kennarar hennar voru Lasse Ewerlöf, Hans Ole Thers og Bine Bryndorf.

Guðný hefur haldið tónleika bæði á Íslandi og í Danmörku og komið fram við ýmis tilefni. Vorið 2006 gegndi hún stöðu aðstoðarorganista í Holmens kirkju í Kaupmannahöfn og mun í haust halda til Parísar og gegna stöðu organista við dönsku kirkjuna þar í borg. Guðný hélt nýverið tónleika á Alþjóðlegu listasumri í Hallgrímskirkju og fékk lofsamlega dóma fyrir leik sinn. 

Á e fnisskrá tónleikanna verða verk eftir : Dietrich Buxtehude (1637-1707), Georg Böhm (1661-1733), Johann Sebastian Bach (1685-1750), Jehan Alain (1911-1940), Charles Marie Widor (1844-1937)





 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×