Lífið

PÍPÓLA á Sirkus

Sirkus leitar að tveimur þáttarstjórnendum til að stýra nýjum íslenskum sjónvarpsþætti, Pípóla, í sumar.

Í þættinum Pípóla fara þáttarstjórnendur af stað og kanna hina ýmsu króka og kima íslensks samfélags. Þeir fara í ýmis hlutverk í einn dag og gefa þannig áhorfendum kost á að kynnast lífi ólíkra hópa á reykvískum sumardögum. Meðal hlutverka sem þáttarstjórnendur fara í er að vera í einn dag útigangsmenn, sjómenn, löggur og rapparar svo eitthvað sé nefnt.

Pípóla verða hraðir, hnyttnir og skemmtilegir þættir en þeir verða átta talsins og hálftíma langir til að byrja með.

Framleiðendur þáttanna eru þeir sömu og gerðu hina vinsælu Idol Extra og Idol Extra Live sem voru sýndir á Sirkus.

Í síðustu vikur fór Sirkus af stað með mikla auglýsingaherferð til að finna kynna þáttarins sem verða tveir talsins. Réttu aðilarnir munu fá tveggja mánaða vel launaða vinnu í sjónvarpi í sumar.

Þeir sem hafa áhuga á að verða umsjónarmenn Pípólu þurfa að fara inná www.minnsirkus.is/pipola og fara þar eftir leiðbeiningum til þess að sækja um störfin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×