Viðræður í Mosfellsbæ í óvissu 1. júní 2006 17:30 Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður. Viðræður um meirihlutasamstarf milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Töluverð leynd hefur hvílt yfir viðræðunum en þær hafa hingað til ekki skilað árangri. Svo virðist sem þolinmæðin sé að bresta hjá framsóknarmönnum því samkvæmt heimildum fréttastofu sendi oddviti framsóknarmanna, Marteinn Magnússon, hinum flokkunum bréf í morgun og sagðist vilja slíta formlegum viðræðum. Ástæðan er sú að tillaga framsóknarmanna um að jafnræði gildi milli flokkanna varðandi skipan í embætti og nefndir í bæjarfélaginu hlaut ekki hljómgrunn í viðræðunum. Framsóknarmenn munu þó hafa lýst yfir vilja til óformlegra viðræðna í kvöld. Karl Tómasson, oddviti Vinstri - grænna, staðfesti við fréttastofu að framsóknarmenn hefðu viljað slíta formlegum viðræðum og að málið væri á viðkvæmu stigi. Vinstri - græn hefðu þó ekki tekið afstöðu til þeass hvort þau færu í óformlegar viðræður. Hanna Bjartmars Arnardóttir, annar fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, kannaðist hins vegar ekki við að viðræðum hefði verið slitið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ljóst er að málið er viðkvæmt en ekki er ljóst hvort af óformlegum viðræðum milli flokkanna verður í kvöld. Fréttastofu er ekki kunnugt um að viðræður séu hafnar á milli Sjálfstæðisflokksins og einhverra hinna flokkanna um hugsanlegt samstarf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður. Viðræður um meirihlutasamstarf milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Töluverð leynd hefur hvílt yfir viðræðunum en þær hafa hingað til ekki skilað árangri. Svo virðist sem þolinmæðin sé að bresta hjá framsóknarmönnum því samkvæmt heimildum fréttastofu sendi oddviti framsóknarmanna, Marteinn Magnússon, hinum flokkunum bréf í morgun og sagðist vilja slíta formlegum viðræðum. Ástæðan er sú að tillaga framsóknarmanna um að jafnræði gildi milli flokkanna varðandi skipan í embætti og nefndir í bæjarfélaginu hlaut ekki hljómgrunn í viðræðunum. Framsóknarmenn munu þó hafa lýst yfir vilja til óformlegra viðræðna í kvöld. Karl Tómasson, oddviti Vinstri - grænna, staðfesti við fréttastofu að framsóknarmenn hefðu viljað slíta formlegum viðræðum og að málið væri á viðkvæmu stigi. Vinstri - græn hefðu þó ekki tekið afstöðu til þeass hvort þau færu í óformlegar viðræður. Hanna Bjartmars Arnardóttir, annar fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, kannaðist hins vegar ekki við að viðræðum hefði verið slitið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ljóst er að málið er viðkvæmt en ekki er ljóst hvort af óformlegum viðræðum milli flokkanna verður í kvöld. Fréttastofu er ekki kunnugt um að viðræður séu hafnar á milli Sjálfstæðisflokksins og einhverra hinna flokkanna um hugsanlegt samstarf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira