Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent.
Þetta er nokkuð minni kjörsókn en undanfarin ár. Hún var 20,2 prósent á sama tíma fyrir fjórum árum, 19,6 prósent árið 1998 og 21 prósent árið 1994.