Elsti kjósandinn er 108 ára 26. maí 2006 18:06 MYND/Einar Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira