Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð 22. maí 2006 19:30 Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira