Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega 10. maí 2006 17:34 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira