Viðskipti innlent

Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí

Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar.

Í Vegvís greiningardeildar Landsbankans segir að gengislækkun krónunnar eigi mikinn þátt í verðhækkunum, en hún hefur veikst umtalsvert frá áramótun. Þá hefur vísitalan hækkað um 20 stig. Þónokkuð flökkt hefur verið á gengi krónunnar og hefur það hæst farið upp í 138 stig frá áramótum, segir í Vegvísi greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×