Borgarafundur á Ísafirði í kvöld 2. maí 2006 13:56 Frá Ísafirði MYND/GVA Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira