Fjölmiðlafrumvarp, kosningar, flugvöllur 24. apríl 2006 19:49 Nú hefur fjölmiðlafrumvarp verið lagt fram og þingmenn geta haldið áfram að þrasa um Ríkisútvarpið og fjölmiðla meðan allt er í kalda koli í efnahagsmálunum. Miðað við hvað málið er seint fram komið sætir nokkurri furðu að Þorgerður Katrín vonist til að það verði samþykkt fyrir vorið. Það er varla nokkur von til þess. Hins vegar gæti stjórnarandstöðunni orðið að ósk sinni að fá að ræða fjölmiðlalög samhliða Ríkisútvarpsfrumvarpinu. Annars hélt ég að væru sveitarstjórnarkosningar eftir mánuð og varla nema nokkrir dagar eftir til þingloka. En kannski skynja þingmenn enga spennu fyrir kosningarnar - fremur en aðrir. --- --- --- Fylgið reytist smátt og smátt af Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í skoðanakönnunum. Það kemur ekkert sérstaklega á óvart. Manni hefur alltaf þótt ólíklegt að hann nái meirihluta í prósentvís, þótt nokkrar líkur séu á að hann geri það vegna þess hversu atkvæði hinna flokkanna nýtast illa. Styrmir Gunnarsson er mjög meðvitaður um þetta, hann er sífellt að skima eftir samstarfsflokki fyrir Sjálfstæðismenn í borginni. Hann hefur pælt í Framsókn, Frjálslyndum en nú síðast í Vinstri grænum. Styrmir spyr beinlínis í Staksteinum í dag: "Skyldu Vinstri grænir horfa með hýru auga til Sjálfstæðisflokks?" Annars eru stefnuskrár allra framboðanna í borginni svo félagshyggjulegar að manni sýnist að hver sem er eigi að geta starfað saman - hví þá ekki Sjálfstæðisflokkur og VG? Félagsleg yfirboð eru grunntónn kosningabaráttunnar. --- --- --- Myndband Framsóknarmanna um flugvöll á Lönguskerjum hleypir af stað hrepparígnum á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki skortur á stjórnmálamönnum hér sem hugsa smátt og stutt. Oddvitar sveitarfélaganna í kringum Reykjavík koma í fjölmiðla fussand og sveiandi. Kannski eru sumir bara að skapa sér samningsstöðu, hafa borð fyrir báru, eins og það heitir. Hugmyndin um Lönguskerjaflugvöll er stórskemmtileg eins og Hrafn Gunnlaugsson setti hana fram fyrir nokkrum árum - byggða á tillögum Trausta Valssonar. Auðvitað á að skoða hana vel. Jafnvel þá hugmynd að þetta gæti orðið millilandaflugvöllur með tíð og tíma. Slíkt gæti jafnvel styrkt "samkeppnishæfni" Reykjavíkur. Ekki síðri hugmynd er flugvöllur á Bessastaðanesi þar sem er nóg pláss. Ágúst Einarsson stakk upp á þessu fyrir nokkrum árum. Þá þótti einhverjum óviðeigandi að forsetinn byggi í jaðri flugvallar. Á móti kom fram sú tillaga að hann myndi flytja sig og setjast að í Viðey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Nú hefur fjölmiðlafrumvarp verið lagt fram og þingmenn geta haldið áfram að þrasa um Ríkisútvarpið og fjölmiðla meðan allt er í kalda koli í efnahagsmálunum. Miðað við hvað málið er seint fram komið sætir nokkurri furðu að Þorgerður Katrín vonist til að það verði samþykkt fyrir vorið. Það er varla nokkur von til þess. Hins vegar gæti stjórnarandstöðunni orðið að ósk sinni að fá að ræða fjölmiðlalög samhliða Ríkisútvarpsfrumvarpinu. Annars hélt ég að væru sveitarstjórnarkosningar eftir mánuð og varla nema nokkrir dagar eftir til þingloka. En kannski skynja þingmenn enga spennu fyrir kosningarnar - fremur en aðrir. --- --- --- Fylgið reytist smátt og smátt af Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í skoðanakönnunum. Það kemur ekkert sérstaklega á óvart. Manni hefur alltaf þótt ólíklegt að hann nái meirihluta í prósentvís, þótt nokkrar líkur séu á að hann geri það vegna þess hversu atkvæði hinna flokkanna nýtast illa. Styrmir Gunnarsson er mjög meðvitaður um þetta, hann er sífellt að skima eftir samstarfsflokki fyrir Sjálfstæðismenn í borginni. Hann hefur pælt í Framsókn, Frjálslyndum en nú síðast í Vinstri grænum. Styrmir spyr beinlínis í Staksteinum í dag: "Skyldu Vinstri grænir horfa með hýru auga til Sjálfstæðisflokks?" Annars eru stefnuskrár allra framboðanna í borginni svo félagshyggjulegar að manni sýnist að hver sem er eigi að geta starfað saman - hví þá ekki Sjálfstæðisflokkur og VG? Félagsleg yfirboð eru grunntónn kosningabaráttunnar. --- --- --- Myndband Framsóknarmanna um flugvöll á Lönguskerjum hleypir af stað hrepparígnum á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki skortur á stjórnmálamönnum hér sem hugsa smátt og stutt. Oddvitar sveitarfélaganna í kringum Reykjavík koma í fjölmiðla fussand og sveiandi. Kannski eru sumir bara að skapa sér samningsstöðu, hafa borð fyrir báru, eins og það heitir. Hugmyndin um Lönguskerjaflugvöll er stórskemmtileg eins og Hrafn Gunnlaugsson setti hana fram fyrir nokkrum árum - byggða á tillögum Trausta Valssonar. Auðvitað á að skoða hana vel. Jafnvel þá hugmynd að þetta gæti orðið millilandaflugvöllur með tíð og tíma. Slíkt gæti jafnvel styrkt "samkeppnishæfni" Reykjavíkur. Ekki síðri hugmynd er flugvöllur á Bessastaðanesi þar sem er nóg pláss. Ágúst Einarsson stakk upp á þessu fyrir nokkrum árum. Þá þótti einhverjum óviðeigandi að forsetinn byggi í jaðri flugvallar. Á móti kom fram sú tillaga að hann myndi flytja sig og setjast að í Viðey.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun