Viðskipti innlent

Aukin útgáfa krónubréfa

EIB bankinn gaf í dag út krónubréf fyrir 3 milljarða króna til tveggja ára. Bankinn er næststærsti útgefandi krónubréfa með 38 milljarða króna á eftir þýska landbúnaðarsjóðnum KfW, sem hefur gefið út samtals 47 milljarða króna frá því í águst í fyrra.

Í hálf fimm fréttum KB banka segir að ef litið sé til gjalddaga bréfanna þá séu um 60 milljarðar á gjalddaga á seinni hluta þessa árs, þ.e. frá águst fram að áramótum. Á næsta ári eru 120 milljarðar á gjalddaga, eða um helmingur heildarútgáfunnar sem telur alls 220 milljarða króna.

Þá segir að ljóst sé að líf gæti færst í krónubréfaútgáfuna ef fjárfestar álíti að krónan hafi náð að aðlagast nýju jafnvægi og framundan sé ekki mikil veiking krónunnar. Ef krónan veikist um minna á hverju ári en sem nemur vaxtamuninum er ljóst að fjárfestingin skilar hagnaði, segir í fréttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×