Innlent

Fasteignagjöld lægst í Reykjanesbæ

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Fasteignagjöld á hvern og einn íbúa eru lægst í Reykjanesbæ af stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir að gjöldin hafi hækkað mest þar en síðustu ár.

Seltjarnarnesbær hefur hæstar tekjur af fasteignagjöldum, samkvæmt útreikningum Alþýðusambands Íslands. Gjöldin nema rúmum þrjátíu þúsund krónum á hvern íbúa að meðaltali þegar litið er til fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði. Reykjanesbær innheimtir lægst fasteignagjöld á hvern íbúa af íbúðarhúsnæði, rétt rúmlega helming þess sem er innheimt á Seltjarnarnesi. Í þessum tölum er þó ekki tekið tillit til íbúðagerðar í sveitarfélögunum.

Fasteignagjöld hafa hækkað í öllum sveitarfélögunum, mest í Reykjanesbæ en minnst í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×