Viðskipti innlent

Kaupþing þarf meiri peninga á næsta ári

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Endurfjármögnunarþörf næsta árs hjá Kaupþingi banka hækkar úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 milljarða evra vegna þess að í Bandaríkjunum hafa peningamarkaðssjóði sagt upp skuldabréfum sem hafa keypt voru af bankanum.

 

Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings banka, segir bankann hafa tímann fyrir sér enda 13 mánaða uppsagnarfrestur á bréfunum. „Bankinn verður ekki í vandræðum með endurfjármögnun næsta árs," segir hann og áréttaði að viðtað hafi verið að bréfum þessum kynni að verða sagt upp.

 

„Þetta eru peningamarkaðssjóðir sem eiga að stýra lausafé og mega ekki taka bréf sem eru með miklar markaðssveiflur." Upphæð bréfanna sem sagt var upp nemur 600 milljónum Bandaríkjadala.

 

Alls hefur Kaupþing banki gefið út bréf í bandaríkjunum fyrir 1.250 milljónir dala og kvaðst Guðni ekki eiga von á frekari uppsögnum, enda giltu ekki viðlíka reglur um fjárfestingar hinna og gera hjá peningamarkaðssjóðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×