Viðskipti innlent

FL Group í ölið

Hannes Smárason á kynningu hjá FL Group fyrir nokkru.
Hannes Smárason á kynningu hjá FL Group fyrir nokkru. Fréttablaðið/Vilhelm
FL Group hefur keypt tæplega 10,7 prósenta hlut í dankska drykkjarvöruframleiðandanum Royal Unibrew A/S. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna, að því er segir í tilkynningu FL Group til Kauphallar Íslands.

Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu, en samstæðan samanstendur af fjórum dönskum, tveimur litháenskum, tveimur pólskum og tveimur lettneskun drykkjarvöruframleiðendum.

Meðal vörumerkja eru Albani, Faxe, Ceres, Maribo og Thor í Danmörku og Tauras og Kalnapilis í Litháen. Starfsmenn Royal Unibrew eru um um 2.300 víða um heim og félagið flytur úr framleiðslu sína til um 65 landa. Félagið velti tæpum 30 milljörðum íslenskra króna árið 2004, að því er fram kemur í tilkynningu FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×