Innlent

SÍF verður Alfesca

SÍF hf. hefur breytt nafni sínu í Alfesca og samhliða því tekið upp nýtt fyrirtækismerki. Í tilkynningu frá félaginu segir að nýtt nafn og merki sé tilkomið vegna umfangsmikilla breytinga á starfsemi félagsins.

Því sé ætlað að vera tákn fyrir nútímalegt og framsækið matvælafyrirtæki sem hefur að markmiði að vera leiðandi í framleiðslu og sölu tilbúinna rétta og sælkera- og hátíðarmatvöru í Evrópu. Alfesca hefur höfuðstöðvar á Íslandi ogstarfrækir 12 verksmiðjur í Frakklandi, Englandi og á Spáni en þar eru lykilmarkaðir félagsins. Um 3.500 manns starfa hjá félaginuog áætluð ársvelta Alfesca er um 600 milljónir evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×