Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu 9. janúar 2006 19:45 Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan þurfti reyndar ekki að skerast í leikinn. Lét hún nægja að reyna að lægja öldurnar en gafst svo upp á því og beið átekta á fyrstu hæð byggingarinnar tilbúin að bregðast við færu mótmælin úr böndunum. Mótmælendurnir, hópur ungmenna, koma flestir úr Austurbæjarskjóla og kalla hreyfingu sína ungrót. Þeir hófu mótmæli sín um klukkan þrjú en byrjuðu reyndar í röngu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu. Hvort þeim var svo vísað á réttan stað þaðan skal látið ósagt en þau fundu ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Ruddust inní mótttökuna, var heitt í hamsi, með mótmælskilti á lofti og slagorð á vörum. Mæður nokkurra mótmælendanna fylgdust með börnum sínum og mynduðu framferðið. Ungmennin létu komu lögreglumanna ekkert á sig fá og héltu köllum og trumbuslætti sínum ótrauð áfram. Svo mikill var hávaðinn og atgangurinn að starfsmenn móttöku ráðuneytisins lokuðu glerbúri sínu og áhorferndur þurftu stundum að halda um eyrun. Aðrir fækkuðu fötum í hittamekkinum sem myndaðist við ákefðina. Starfsfólki ráðuneytisins var augljóslega létt þegar ungrótarhópurinn hélt á brott, trumbuslættinum linnti, slagorðin þögnuðu, kyrrðin tók völdin og allt varð samt í ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Allt varð náttúrulegt. En hver veit hvert ungrótarhópurinn snúi aftur eða hvert hann herjar næst.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira