Víða sýningarlok 29. desember 2006 16:30 Ómar Stefánsson í vinnustofu sinni Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Sýningu Rúnu lýkurStór lokadagur er á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirðinum: þann 1. desember opnaði Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastellitum og bleki. Rúna hefur unnið mikið með japanskan pappír, sem er efnismikill og gljúpur, og því allt annað efni að vinna á en steinleirinn sem hún hefur haldið tryggð við. Rúna var kjörin fyrsti bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2005. Spessi tekur niðurÍ aðalsal Hafnarborgar er að ljúka Locations: Ljósmyndarinn Spessi kannar umhverfið. Verkin á sýningunni eru úr bókinni Locations sem kom útfyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg ber sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Viðfangsefni Spessa koma úr öllum áttum en þó er óhætt að segja að hann hafi þroskað með sér sjónarhorn eða nálgun sem gerir myndir hans öðru vísi en verk flestra annarra. Spessi nálgast myndefni sitt af varúð og leitast umfram allt við að halda hlutleysi gagnvart því, forðast að stýra upplifun áhorfandans eða blekkja hann. Myndir Spessa eru fyrst og fremst afskaplega blátt áfram og hreinskilnislegar, lausar við alla upphafningu eða ýkjur. Þær eru eins fjarri stíl æsifréttaljósmyndanna og hægt er að komast. Fyrir vikið fær áhorfandinn sjálfur að takast á við myndefnið, líkt og á eintali, hvort sem um er að ræða mynd af manneskju, manngerðu umhverfi eða náttúru. Í kaffistofunniÍ kaffistofu Hafnarborgar sýnir Guðný Magnúsdóttir SNJÓ - rennd og glerjuð steinleirsform, Jean Antonine Posocco sýnir myndlýsingar sínar um Grýlu og jólasveina hennar sem hann kallar: „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“; Yngvi Guðmundsson sýnir „Vinkonur Snæfríðar“ Fótfrá og fim fljóð. Opið er í Hafnarborg kl. 11–17 i dag og á morgun. Kvosin og FeninÍ Borgarbókasafni í Grófinni hefur staðið uppi sýning á verkum Önnu Hallin, teikningum og myndbandi, í Artótekinu. Lýkur henni nú um mánaðarmótin og er hún opin á opnunartímum safnsins. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir hefur verið með sýningu í Gallerí Úlfi á Baldursgötu frá 9. desember sem lýkur nú á laugardag. Skammt þar frá á Skólavörðustígnum er sýning Ómars Stefánssonar í Ófeigi Listhúsi. Ómar sýnir þar málverk. Í Faxafeni á Cafe Mílanó lýkur sýningu Ingvars Þorvaldssonar. Hann sýnir þar tíu olíuverk.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira