Alvarlega hipp í Safni 28. desember 2006 08:30 Margrét Bjarnadóttir í einni stöðu sinni í verkinu. Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum. Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum.
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira