Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool 20. desember 2006 00:01 Messi er framtíðarmaður hjá argentínska landsliðinu og spænska stórliðinu Barcelona, sem hann er samningsbundinn til 2014. nordicphotos/getty images Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira
Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira