Ljósmóðurfræði frá fyrri tíð 14. desember 2006 13:30 Yfirsetukonur áttu, á tíð Halldórs biskups, að vera heilar og ósjúkar, ekki of lurkalegar, feitar né stirðar í vikum. Nýlega kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli hjá Söguspekingastifti, en bókin kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns, bjó til prentunar og ritaði inngang. Bókin er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku og var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar landlæknisembættið var stofnað árið 1760. Halldór Brynjólfsson Hólabiskup stóð fyrir útgáfu bókarinnar, en hann taldi að þörf væri á slíku riti fyrir yfirsetukonur enda var formleg fræðsla þeirra á þessum tíma í höndum presta og eingöngu af guðfræðilegum toga. Hann gaf því út þýðingu á danskri ljósmæðrabók eftir lækninn Balthazar sem kom út í Danmörku árið 1725. Bókinni er skipt í tvennt. Í fyrsta hlutanum er fjallað um eðlilegar fæðingar, en í þeim síðari er fjallað um áhættufæðingar og inngrip og er þar meðal annars fjallað um hlutverk yfirsetukvenna, útlistun á æxlunarfærum kvenna, hvað einkenni ólétta konu, fjallað er um fósturlát, hvernig aðgreina eigi hríðir og svo framvegis. Biskup skrifar formála að bókinni þar sem hann segist óttast nokkuð að bókin mundi lenda í „ómildra höndum“ enda er þar fjallað um kvenlíkamann á opinskáan hátt eins og gefur að skilja, og tíðarandinn var strangur í þeim efnum. Bókin hefur þó líklega verið notuð töluvert, enda kom ekki önnur ljósmæðrabók út á íslensku fyrr en fjörutíu árum síðar. Með ritinu er kafli um umönnun ungbarna frá árinu 1803 og elsta varðveitta prófið í ljósmóðurfræði, frá 1768. Loks er skrá yfir helstu rit um ljósmóðurfræði sem út komu á árunum 1749-1900. Útgefandi bókarinnar er Söguspekingastiftið, lítið forlag sem hefur sérhæft sig í útgáfu bóka og handrita frá fyrri öldum. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nýlega kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli hjá Söguspekingastifti, en bókin kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns, bjó til prentunar og ritaði inngang. Bókin er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku og var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar landlæknisembættið var stofnað árið 1760. Halldór Brynjólfsson Hólabiskup stóð fyrir útgáfu bókarinnar, en hann taldi að þörf væri á slíku riti fyrir yfirsetukonur enda var formleg fræðsla þeirra á þessum tíma í höndum presta og eingöngu af guðfræðilegum toga. Hann gaf því út þýðingu á danskri ljósmæðrabók eftir lækninn Balthazar sem kom út í Danmörku árið 1725. Bókinni er skipt í tvennt. Í fyrsta hlutanum er fjallað um eðlilegar fæðingar, en í þeim síðari er fjallað um áhættufæðingar og inngrip og er þar meðal annars fjallað um hlutverk yfirsetukvenna, útlistun á æxlunarfærum kvenna, hvað einkenni ólétta konu, fjallað er um fósturlát, hvernig aðgreina eigi hríðir og svo framvegis. Biskup skrifar formála að bókinni þar sem hann segist óttast nokkuð að bókin mundi lenda í „ómildra höndum“ enda er þar fjallað um kvenlíkamann á opinskáan hátt eins og gefur að skilja, og tíðarandinn var strangur í þeim efnum. Bókin hefur þó líklega verið notuð töluvert, enda kom ekki önnur ljósmæðrabók út á íslensku fyrr en fjörutíu árum síðar. Með ritinu er kafli um umönnun ungbarna frá árinu 1803 og elsta varðveitta prófið í ljósmóðurfræði, frá 1768. Loks er skrá yfir helstu rit um ljósmóðurfræði sem út komu á árunum 1749-1900. Útgefandi bókarinnar er Söguspekingastiftið, lítið forlag sem hefur sérhæft sig í útgáfu bóka og handrita frá fyrri öldum.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist