Viðskipti innlent

Fólki fjölgar í fjármálageira

Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt.

Fjöldi útibúa banka og sparisjóða var 171 í lok árs og fækkaði þeim um sjö á milli ára.

Heildareignir samstæða allra lánastofnana landsins voru 6.202 milljarðar króna í árslok 2005 og jukust um 83 prósent.

Hagnaður var samanlagður 136,4 milljarðar króna en var 52,9 milljarðar árið 2004. Aukningin var því 158 prósent á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×