Stórviðburðir Listahátíðar 1. desember 2006 16:45 Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16. Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Forsala á þrjá af stærstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 2007 hefst næstkomandi mánudag en hátíðin fer fram 10.-26. maí. Viðburðirnir sem hér um ræðir eru sýningar San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu, sem verða sjö talsins og hefjast 16. maí, og tónleikar Dmitri Hvorostovsky 20. maí og Bryn Terfel 21. maí sem báðir verða í Háskólabíói. Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð hefur miðasölu á völdum viðburðum í desember. Kynning á heildardagskrá hátíðarinnar verður eftir áramót. San Francisco-ballettinn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum eftir komu hans hingað til lands á Listahátíð árið 2000. Nú, sjö árum síðar, hefur Helgi Tómasson sett saman sýningu sérstaklega fyrir Íslendinga sem byggir á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Er hér um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga sem öll sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Dmitri Hvorostovsky vann á sínum tíma Bryn Terfel í keppninni Cardiff BBC singer of the world árið 1989, en síðan hafa þeir verið taldir tveir fremstu barítónar heims. Á Listahátíð í Reykjavík gefst einstakt tækifæri til þess að hlýða á báða þessa stórsöngvara. Fræg er tónleikaför Hvorostovsky um Rússland í boði Pútíns forseta þegar hann söng fyrir mörg hundruð þúsund áhorfendur til minningar um rússneska hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir hlutverk Onegin í óperu Tchaikovsky Eugene Onegin og er stundum talað um að það hlutverk sé eins og skapað fyrir hann. Það mun varla ofsögum sagt að Bryn Terfel sé einn dáðasti söngvari samtímans. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar www.listahatid.is og í síma 552-8588 alla virka daga frá kl. 10-16.
Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira