Viðskipti innlent

Exista undir útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í Existu hefur verið að lækka að undanförnu. Nú er svo komið að gengið er komið undir 21,5 sem var útboðsgengi við sölu á hlutafé í eigu Kaupþings. Hluturinn stóð í 21 krónu í gær. Helsta sýnilega ástæðan fyrir þessari lækkun er lækkandi virði eignarhlutar Existu í Kaupþingi.

Mikill áhugi var meðal fjárfesta í almennu útboði sem haldið var í tengslum við skráningu Existu á markað. Um 7.400 fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum og fékk hver og einn að kaupa fyrir 240 þúsund krónur að hámarki. - eþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×