Viðskipti innlent

Styrmir í stjórn SPH/SPV

Styrmir Þór Braga-son tekur líklega sæti í stjórn sameinaðs sparisjóðs SPH/SPV.
Styrmir Þór Braga-son tekur líklega sæti í stjórn sameinaðs sparisjóðs SPH/SPV.

Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, tekur sæti í nýrri stjórn sameinaðs sparisjóðs SPV og SPH samþykki stofnfjáreigendur samrunatillögur stjórna sparisjóðanna.

Önnur framboð, sem hafa borist, eru frá Jóni Þorsteini Jónssyni, núverandi stjórnarformanni SPV, Agli Ágústssyni, framkvæmdastjóra Íslensk-Ameríska, Magnúsi Ármann og Matthíasi Páli Imsland.

Tveir síðasttöldu sitja í stjórn SPH. Samkvæmt heimildum Markaðarins er talið líklegt að Jón Þorsteinn verði stjórnarformaður nýs sparisjóðs.

Sameinaður sparisjóður var með heildareignir upp á 98 milljarða króna í lok júní og nam eigið fé 10,7 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×