Botninum náð á fasteignamarkaði 29. nóvember 2006 08:15 Síðustu vikur hefur velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu verið að aukast eftir að mjög hægði á í byrjun hausts. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira