Ræðir þýðingu öndvegisverka 28. nóvember 2006 13:00 Friðrik Rafnsson, þýðandi og bókmenntafræðingur Spjallar um Óbærilegan léttleika tilverunnar. MYND/GVA Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Skáldverk þetta er af mörgum talið vera ein merkasta skáldsaga sem rituð var á 20. öld, margradda bókmenntaverk sem höfðar til margra þátta í lesandanum í senn, allt frá vitsmunalegri skemmtun til líkamlegrar munúðar. Hún kom fyrst út í París í febrúar 1984 og aðeins tveimur og hálfu ári síðar, í nóvember 1986, kom hún út hjá bókaútgáfu Máls og menningar hérlendis og hlaut afbragðsviðtökur íslenskra gagnrýnenda og lesenda. Um þessar mundir eru því rétt tuttugu ár liðin frá því skáldsagan kom fyrst út á íslensku. Í fyrirlestrinum rifjar Friðrik upp forsögu og ástæðu þess að hann réðst í að þýða Óbærilegan léttleika tilverunnar, hvernig hann vann það verk, hvaða þýðingavandi kom helst upp og það hvernig gekk að ná þessum fjölbreyttu eðliskostum skáldsögunnar yfir á íslensku. Friðrik Rafnsson er bókmenntafræðingur og þýðandi. Hann hefur þýtt allmargar skáldsögur eftir Kundera, en einnig eftir Denis Diderot, Michel Houellebecq, Pascal Quignard, Tahar Ben Jelloun og fleiri. Fyrirlesturinn flytur Friðrik í stofu 201 í Árnagarði á morgun og hefst hann kl. 16.30 Menning Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Skáldverk þetta er af mörgum talið vera ein merkasta skáldsaga sem rituð var á 20. öld, margradda bókmenntaverk sem höfðar til margra þátta í lesandanum í senn, allt frá vitsmunalegri skemmtun til líkamlegrar munúðar. Hún kom fyrst út í París í febrúar 1984 og aðeins tveimur og hálfu ári síðar, í nóvember 1986, kom hún út hjá bókaútgáfu Máls og menningar hérlendis og hlaut afbragðsviðtökur íslenskra gagnrýnenda og lesenda. Um þessar mundir eru því rétt tuttugu ár liðin frá því skáldsagan kom fyrst út á íslensku. Í fyrirlestrinum rifjar Friðrik upp forsögu og ástæðu þess að hann réðst í að þýða Óbærilegan léttleika tilverunnar, hvernig hann vann það verk, hvaða þýðingavandi kom helst upp og það hvernig gekk að ná þessum fjölbreyttu eðliskostum skáldsögunnar yfir á íslensku. Friðrik Rafnsson er bókmenntafræðingur og þýðandi. Hann hefur þýtt allmargar skáldsögur eftir Kundera, en einnig eftir Denis Diderot, Michel Houellebecq, Pascal Quignard, Tahar Ben Jelloun og fleiri. Fyrirlesturinn flytur Friðrik í stofu 201 í Árnagarði á morgun og hefst hann kl. 16.30
Menning Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira