Bölvun eða blessun Braga 19. nóvember 2006 09:45 Aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, rithöfundur með snert af sjálfseyðingarhvöt sem ferðast til Litháen á ljóðahátíð. Skáldsagan Sendiherrann fjallar um þrá þessa Sturlu Jóns eftir persónulegri formbyltingu, hann vill segja skilið við ljóðið en allt hans líf virðist líka litað af meiriháttar óþreyju - kannski er hann í óttalegri miðlífskrísu eða kannski er hann bara ofurvenjulegur nútímamaður. Bragi hefur áður gefið út skáldsögunar Hvíldardaga, Gæludýrin og Samkvæmisleiki auk ljóðabóka, og sver saga þessi sig töluvert í ætti við þá fyrstnefndu. Í þeim báðum hverfist atburðarrásin fyrst og fremst um fyrst og fremst um hversdaglega og á köflum vandræðalega viðburði og hegðun. Þetta er hins vegar þéttari og viðburðarríkari saga - mjög fyndin á köflum og lúmsk eins og fyrri bækur hans allar.Blessað ljóðiðBragi Ólafsson rithöfundurSögusviðið er Reykjavík nútímans með stuttri viðkomu á Egilstöðum, og borgin Vilníus og smábærinn Druskininkai í Litháen en þangað hefur skáldið Sturla Jón sig á endnum eftir heilmikið basl. Ljóðahátíðir eru heldur ekkert smámál að takast á við, hvað þá ljóðið sjálft sem sífellt þvælist fyrir honum. Bókin ber undirtitilinn „ljóð í óbundnu máli" en skáldskapur Sturlu Jóns leiðir lesanda Sendiherrans í gegnum alla frásögnina og í bókarlok hefur honum tekist að segja skilið við ljóðið á sinn hátt. Það skal ósagt látið hvernig þessum menningarlega sendiherra Íslands tekst til við ljóðaupplesturinn í útlandinu en í bókinni eru birtar tvær greinar Sturlu Jóns sem hann skrifar fyrir og eftir það ævintýri, þar sem hann bæði skrifar sig frá og að ljóðinu aftur. Ófrjálsa höndinAnnað aðalviðfangsefni bókarinnar er stuldur. Glæpsamleg hegðun Sturlu Jóns gæti valdið nokkurri angist hjá lesendum en það er annað stílbragð Braga sem hann beitir óspart, persónur hans komast auðveldlega í klandur - það getur verið meiriháttar mál að panta kaffibolla í bók eftir Braga Ólafsson. Ef vandræðagangurinn er ekki bókstaflegur eru líkur til að hann sé það í huga persónanna, við höfum jú öll eitthvað agalegt á samviskunni.Sturla Jón verður að flokkast sem nokkuð bíræfin þjófur en hann hefur sér ýmislegt til málsbóta, ekki síst skáldskapinn sjálfan sem verður bæði bölvun hans og blessun.Kostulegar lýsingarHöfundur kann þá list að hræra upp persónugalleríi með örfáum orðum. Þannig lifnar fjölskrúðugt ljóðaþingið við sem og fjölskylda Sturlu Jóns sem kemur talsvert við sögu. Sturla Jón er nokkuð tragísk persóna og hann er umkringdur álíka þjáðu fólki heima fyrir. Það virðist ekki allt vera í lukkunnar velstandi í fjölskyldunni hans, fortíðarvandræði fráskyldra foreldra hans leita enn á hann og börnin hans eru fjarlæg.Á ljóðasamkomunni er að sama skapi kostulegur hópur af kollegum hans sem forvitnilegt er að kynnast, spurning hvort þessar lýsingar gefi raunsanna mynd af viðlíka uppákomum? Verandi mikill aðdáandi Litháa, og þá ekki síður litháískrar ljóðlistar, fannst mér ferðasagan sjálf stórsniðug og ég stóð mig að því að reyna að rekja hvaða kaffihús í Pilies-stræti væri helsti örlagavaldur Sturlu.Endurlitin í bókinni, þegar saga foreldra hans og frændans Jónasar, sem í blundaði skáld eins og svo mörgum öðrum, auðga frásögnina þó svo að söguhöfundurinn setji þau ekki í beint samhengi við Sturlu Jón. Skáldið er óttaleg eyja og tengslalítill í sögunni þar til að hvít-rússneska skáldkonan Liliya Boguinskaia dúkkar upp á ljóðaþinginu (þar kemur þó ekkert fram um hvort hún sé skyld fimleikadrottningunni Svetlönu Boguinskaiu).Allir litlu hlutirnirTil marks um breyskleika mannsins er aðalpersónan umkringd áminningum um hversu ófullkomnu lífi hann lifir. Þetta birtist ekki aðeins í hans eigin fari heldur eltir ólukkan hann, til dæmis í formi bilaðs vídeótækis og blettótts hótelteppis. Bragi er lunkinn við að dreifa slíkum molum til leiðsagnar fyrir lesendur, hnappa-hnetan sem hann finnur og týnir er annað dæmi og undirstrikar að það eru áþreifanlegri hlutir sem tákngera tilfinningarnar sem lítið er talað um í bókinni enda er ekkert hávært uppgjör að finna í henni, bara stöðuga suðu.Sögur Braga eiga eitthvað í manni eftir að lestrinum lýkur. Þó Sendiherrann sé ekki jafn ágeng og Samkvæmisleikir né nístandi eins og Hvíldardagar er hún frábær saga af svolítið táknrænni ferð. Það er bjartsýnistónn yfir sögulokunum og maður kemst ekki hjá því að kíma reglulega yfir örlögum skáldsins og minnast þess jafnfram hvað það er oft hrikalega vandræðalegt að vera til. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, rithöfundur með snert af sjálfseyðingarhvöt sem ferðast til Litháen á ljóðahátíð. Skáldsagan Sendiherrann fjallar um þrá þessa Sturlu Jóns eftir persónulegri formbyltingu, hann vill segja skilið við ljóðið en allt hans líf virðist líka litað af meiriháttar óþreyju - kannski er hann í óttalegri miðlífskrísu eða kannski er hann bara ofurvenjulegur nútímamaður. Bragi hefur áður gefið út skáldsögunar Hvíldardaga, Gæludýrin og Samkvæmisleiki auk ljóðabóka, og sver saga þessi sig töluvert í ætti við þá fyrstnefndu. Í þeim báðum hverfist atburðarrásin fyrst og fremst um fyrst og fremst um hversdaglega og á köflum vandræðalega viðburði og hegðun. Þetta er hins vegar þéttari og viðburðarríkari saga - mjög fyndin á köflum og lúmsk eins og fyrri bækur hans allar.Blessað ljóðiðBragi Ólafsson rithöfundurSögusviðið er Reykjavík nútímans með stuttri viðkomu á Egilstöðum, og borgin Vilníus og smábærinn Druskininkai í Litháen en þangað hefur skáldið Sturla Jón sig á endnum eftir heilmikið basl. Ljóðahátíðir eru heldur ekkert smámál að takast á við, hvað þá ljóðið sjálft sem sífellt þvælist fyrir honum. Bókin ber undirtitilinn „ljóð í óbundnu máli" en skáldskapur Sturlu Jóns leiðir lesanda Sendiherrans í gegnum alla frásögnina og í bókarlok hefur honum tekist að segja skilið við ljóðið á sinn hátt. Það skal ósagt látið hvernig þessum menningarlega sendiherra Íslands tekst til við ljóðaupplesturinn í útlandinu en í bókinni eru birtar tvær greinar Sturlu Jóns sem hann skrifar fyrir og eftir það ævintýri, þar sem hann bæði skrifar sig frá og að ljóðinu aftur. Ófrjálsa höndinAnnað aðalviðfangsefni bókarinnar er stuldur. Glæpsamleg hegðun Sturlu Jóns gæti valdið nokkurri angist hjá lesendum en það er annað stílbragð Braga sem hann beitir óspart, persónur hans komast auðveldlega í klandur - það getur verið meiriháttar mál að panta kaffibolla í bók eftir Braga Ólafsson. Ef vandræðagangurinn er ekki bókstaflegur eru líkur til að hann sé það í huga persónanna, við höfum jú öll eitthvað agalegt á samviskunni.Sturla Jón verður að flokkast sem nokkuð bíræfin þjófur en hann hefur sér ýmislegt til málsbóta, ekki síst skáldskapinn sjálfan sem verður bæði bölvun hans og blessun.Kostulegar lýsingarHöfundur kann þá list að hræra upp persónugalleríi með örfáum orðum. Þannig lifnar fjölskrúðugt ljóðaþingið við sem og fjölskylda Sturlu Jóns sem kemur talsvert við sögu. Sturla Jón er nokkuð tragísk persóna og hann er umkringdur álíka þjáðu fólki heima fyrir. Það virðist ekki allt vera í lukkunnar velstandi í fjölskyldunni hans, fortíðarvandræði fráskyldra foreldra hans leita enn á hann og börnin hans eru fjarlæg.Á ljóðasamkomunni er að sama skapi kostulegur hópur af kollegum hans sem forvitnilegt er að kynnast, spurning hvort þessar lýsingar gefi raunsanna mynd af viðlíka uppákomum? Verandi mikill aðdáandi Litháa, og þá ekki síður litháískrar ljóðlistar, fannst mér ferðasagan sjálf stórsniðug og ég stóð mig að því að reyna að rekja hvaða kaffihús í Pilies-stræti væri helsti örlagavaldur Sturlu.Endurlitin í bókinni, þegar saga foreldra hans og frændans Jónasar, sem í blundaði skáld eins og svo mörgum öðrum, auðga frásögnina þó svo að söguhöfundurinn setji þau ekki í beint samhengi við Sturlu Jón. Skáldið er óttaleg eyja og tengslalítill í sögunni þar til að hvít-rússneska skáldkonan Liliya Boguinskaia dúkkar upp á ljóðaþinginu (þar kemur þó ekkert fram um hvort hún sé skyld fimleikadrottningunni Svetlönu Boguinskaiu).Allir litlu hlutirnirTil marks um breyskleika mannsins er aðalpersónan umkringd áminningum um hversu ófullkomnu lífi hann lifir. Þetta birtist ekki aðeins í hans eigin fari heldur eltir ólukkan hann, til dæmis í formi bilaðs vídeótækis og blettótts hótelteppis. Bragi er lunkinn við að dreifa slíkum molum til leiðsagnar fyrir lesendur, hnappa-hnetan sem hann finnur og týnir er annað dæmi og undirstrikar að það eru áþreifanlegri hlutir sem tákngera tilfinningarnar sem lítið er talað um í bókinni enda er ekkert hávært uppgjör að finna í henni, bara stöðuga suðu.Sögur Braga eiga eitthvað í manni eftir að lestrinum lýkur. Þó Sendiherrann sé ekki jafn ágeng og Samkvæmisleikir né nístandi eins og Hvíldardagar er hún frábær saga af svolítið táknrænni ferð. Það er bjartsýnistónn yfir sögulokunum og maður kemst ekki hjá því að kíma reglulega yfir örlögum skáldsins og minnast þess jafnfram hvað það er oft hrikalega vandræðalegt að vera til. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira