Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu 17. nóvember 2006 09:30 Shola Ameobi NordicPhotos/GettyImages Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira