Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu 17. nóvember 2006 09:30 Shola Ameobi NordicPhotos/GettyImages Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis. Það fer eftir því hvort Ameobi spilar með Newcastle gegn Arsenal á laugardag. Það er þó öruggt að það verður hans síðasti leikur á tímabilinu. „Ég vil spila þar sem ég fer í aðgerðina á þriðjudag og veit að þetta verður síðasti leikur minn á tímabilinu,“ sagði Ameobi sem er fæddur í Nígeríu en uppalinn í Englandi. „Ég hef átt við mikil vandræði að stríða í mjöðm undanfarin tvö ár og ástandið hefur aðeins versnað síðustu mánuði. Ef ég fer ekki í aðgerðina gæti ferli mínum verið lokið.“ Þegar Ameobi hefur spilað undanfarið hefur það þýtt mikla verki næstu daga eftir leiki. Newcastle hefur átt í miklum vandræðum það sem af er tímabilinu en Ameobi hefur alltaf veitt Glenn Roeder knattspyrnustjóra og Freddy Shepher stjórnarformanni sinn stuðning. Hann segir að enginn hafi þvingað sig til að spila. „Ég hef sjálfur viljað spila en það hefur tekið sinn toll í ýmsum atriðum er varða minn leik. Ég hef upplifað á stundum mikinn sársauka og hef ég fengið ýmsar sprautur vegna þessa. En stundum á ég erfitt með gang í tvo daga.“ Undir lok síðasta tímabils skoraði Ameobi nánast mark í hverjum leik liðsins en liðinu hefur gengið skelfilega í haust og er við fallsvæði deildarinnar. Ameobi segir að gefa verði Roeder tíma. Alan Shearer sé hættur, Michael Owen meiddur og Obafemi Martins enn að aðlagast enskri knattspyrnu. „Skortur á framherjum hefur háð okkur. Ef Thierry Henry yrði tekinn úr Arsenal og Didier Drogba úr Chelsea myndu liðin ekki vera söm. Við höfum trú á stjóranum og á því að við getum náð okkur á strik og unnið nokkra leiki í röð.“- esá
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira