Viðskipti innlent

Óvíst með afslátt af Sterling

Sterling Að sögn Hannesar Smárasonar skýrist það í mars hvort kaupvirði á Sterling lækki vegna ákvæða í kaupsamningi.
Sterling Að sögn Hannesar Smárasonar skýrist það í mars hvort kaupvirði á Sterling lækki vegna ákvæða í kaupsamningi.

Þrátt fyrir að mikill bati hafi orðið á rekstri Sterlings, norræna lággjaldaflugfélagsins, frá árinu 2005 gæti FL Group fengið afslátt af Sterling þar sem kaupverðið, 1,5 milljarðar danskra króna, er háð afkomu ársins 2006. „Þetta skýrist um leið og niðurstaða ársins liggur fyrir. Því kemur ekkert í ljós fyrr en í mars árið 2007, hvernig það mál endar,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL.

Í kaupsamningi FL Group við fyrrum eigendur Sterlings miðaðist kaupverðið á Sterling við að félagið myndi skila rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) að upphæð 345 milljónir danskra króna, eða fjórir milljarðar króna, árið 2006. Sterling skilaði neikvæðum rekstrarhagnaði upp á 75 milljónir danskra króna, eða 877 milljónir króna, á fyrstu níu mánuðum ársins að viðbættum einskiptiskostnaði vegna samruna Sterling og Maersk.

Getur kaupverðið því hækkað eða lækkað um 500 milljónir danskra króna (5,8 milljarða) verði frávik frá forsendum.

„Okkar áætlanir gera ráð fyrir að við náum að skila félaginu [Sterling] réttu megin við núllið með tilliti til einskiptiskostnaðar sem tengist samrunanum,“ segir Hannes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×