Samstarf við Dani um björgunarmál 31. október 2006 07:15 Geir H. Haarde á leiðtogafundinum í gær Ræddi meðal annars breytta stöðu varnarmála Íslands við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/Norden.org/Jansson Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“ Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira