Kæra nauðgunartilraun 31. október 2006 06:45 Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira