Vilja að notkun hjálma verði lögbundin 31. október 2006 04:45 Hlustað af athygli Þórir B. Kolbeinsson heilsugæslulæknir á Hellu og Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. „Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Fundurinn var haldinn í tilefni af hrinu alvarlegra hestaslysa að undanförnu. Ólafur vill gera það að skyldu að hestamenn séu með reiðhjálma og endurskinsmerki líkt og ökumenn eru með bílbelti. Á fundinum velti Ólafur einnig upp spurningunni hvort reiðmenn þyrftu að þreyta próf til að fá leyfi til að sitja hest en það mæltist ekki vel fyrir á fundinum. Nauðsyn hjálmanotkunar var tíðrædd á fundinum en Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu, kynnti niðurstöður nokkurra erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið um slys tengd hestum. Kom þar fram að meiri líkur eru á alvarlegum áverka í hestamennsku en öðrum íþróttum, þar á meðal mótorhjólum. Þórir telur nauðsynlegt að hestamenn væru ávallt með hjálma, einnig á jörðu niðri, því enda þótt flest slys verði við fall af hestbaki slasist margir við umhirðu hrossa, til dæmis þegar hestur sparkar frá sér. Þá hafi flestir af þeim knöpum sem deyja af völdum höfuðáverka erlendis ekki notað reiðhjálm. Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
„Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Fundurinn var haldinn í tilefni af hrinu alvarlegra hestaslysa að undanförnu. Ólafur vill gera það að skyldu að hestamenn séu með reiðhjálma og endurskinsmerki líkt og ökumenn eru með bílbelti. Á fundinum velti Ólafur einnig upp spurningunni hvort reiðmenn þyrftu að þreyta próf til að fá leyfi til að sitja hest en það mæltist ekki vel fyrir á fundinum. Nauðsyn hjálmanotkunar var tíðrædd á fundinum en Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu, kynnti niðurstöður nokkurra erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið um slys tengd hestum. Kom þar fram að meiri líkur eru á alvarlegum áverka í hestamennsku en öðrum íþróttum, þar á meðal mótorhjólum. Þórir telur nauðsynlegt að hestamenn væru ávallt með hjálma, einnig á jörðu niðri, því enda þótt flest slys verði við fall af hestbaki slasist margir við umhirðu hrossa, til dæmis þegar hestur sparkar frá sér. Þá hafi flestir af þeim knöpum sem deyja af völdum höfuðáverka erlendis ekki notað reiðhjálm.
Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira