Roland gerði gæfumuninn 23. október 2006 13:30 „Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær. Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær.
Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira