Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa 22. október 2006 09:00 Hafsteinn g. HAFSTEINSSON Sáttaleiðin á að hafa mannbætandi áhrif. Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira