Maðurinn er gestur 22. október 2006 13:00 Michael Ondaatje skáld og rithöfundur Er gestur á kanadísku menningarhátíðinni. Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13. Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Ondaatje er mikilsvirtur höfundur meðal enskumælandi þjóða hann er fæddur árið 1943 á Ceylon, eins og Srí Lanka nefndist þá, alinn upp í London og hefur lengi búið í Kanada og telur sig Kanadamann. Í honum speglast brot heimsveldis Breta. Hann er fjölþreifinn á form frásagnar, reikar milli sögu og ljóðs, fer víða í leit að frásagnarefnum: The English Patient varð til úr munnmælum af fallinni vin í eyðimörk Sahara og tilraunum Evrópumanna til að hafa þar aðsetur, slitrum af sögum frá stríðsárunum á Ítalíu og Kaíró sem hann steypir saman í eina heillandi órofa heild. Oft er deilt um hvort textar Ondaatje séu ljóð eða saga: The Collected Works of Billy the Kid frá 1970 vegur salt: dagbókarbrot, viðtalsbútar, ljóðrænar myndir, flugrit öllu er saman hrært: var það tilraun með skáldsöguna eða ljóðið. Hann hefur skrifað tvær hefðbundnar ljóðabækur, minningabók frá Ceylon, Running in the family og svo skáldsögur: Anil"s Ghost (2001), Coming through slaughter (1976) og In the Skin of the Lion ( 1987). Ondaatje vinnur skipulega með þá hugmynd að maðurinn er aðeins gestur og flestir staðir honum í raun ókunnugir. Hann segir sögur sínar enda á opnun sagan haldi áfram í ímyndun lesanda. The English Patient færði Ondaatje alþjóðafrægð. Sjálfur hefur hann sagt að ekki hefði hann viljað lenda í því fyrr. Síðasta bók hans, Samtöl við Walter Murch, er sprottin úr umhverfi kvikmyndarinnar: munnlegar frásagnar, spjall um sögur og söguhætti. Líkt og mun gerast í dag milli höfundar og aðjúnkts í Salnum. Spjallið hefst kl. 13.
Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira