Loftskip frá Óskari 22. október 2006 16:00 Níunda ljóðabókin Óskar Árni Óskarsson skáld býður lesendum í huglægt ferðalag í strætó. Óskar Árni Óskarsson rithöfundur, þýðandi og bókavörður sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Loftskip, um þessar mundir. Höfundurinn hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990-1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum. Í ljóðum Loftskips er lesandanum boðið í ferð með strætisvagni sem enga endastöð virðist hafa þar sem farþegarnir rýna í leiðarkortin og úti sér ekki í nóttina fyrir myrkri. Skáldið fer með lesandann í ferðalag jafnt um kunnuglegar sem fáfarnari slóðir og reynist þar margt annað en sýnist. Bókaforlagið Bjartur gefur bókina út en fyrr á árinu gaf Óskar Árni út bókina Ráð við hversdagslegum uppákomum hjá forlaginu Smekkleysu. Óskar Árni hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Í bláu myrkri“. Menning Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Óskar Árni Óskarsson rithöfundur, þýðandi og bókavörður sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Loftskip, um þessar mundir. Höfundurinn hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990-1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum. Í ljóðum Loftskips er lesandanum boðið í ferð með strætisvagni sem enga endastöð virðist hafa þar sem farþegarnir rýna í leiðarkortin og úti sér ekki í nóttina fyrir myrkri. Skáldið fer með lesandann í ferðalag jafnt um kunnuglegar sem fáfarnari slóðir og reynist þar margt annað en sýnist. Bókaforlagið Bjartur gefur bókina út en fyrr á árinu gaf Óskar Árni út bókina Ráð við hversdagslegum uppákomum hjá forlaginu Smekkleysu. Óskar Árni hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Í bláu myrkri“.
Menning Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira