Fundin verk eftir Túbals 21. október 2006 12:15 Ólafur Túbals myndlistarmaður - sjálfsmynd Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Ólafur Túbals er mörgum ókunnur en hann var listmálari og þjóðþekktur á sinni tíð. Hann var ættaður úr Fljótshlíðinni, stundaði nám í Iðnskólanum 1917 en hafði brennandi áhuga á myndlist og sótti sér þekkingu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928 og 1932. Verk hans eru víða til en þau sem mynda sýninguna í Sögusetrinu eiga sér aðra sögu. Sigríður Hjartar fann myndirnar þegar þau hjónin fóru að taka til í húsakynnunum í Múlakoti þegar þau fluttu þangað. Verkin voru í misjöfnu ástandi og sum nánast ónýt en þau hjónin fengu leiðbeiningar frá sérfræðingum um hvernig ætti að meðhöndla þau og laga. Sigríður hefur síðan rammað inn þau verk sem hægt var. Einnig fundust dagbækur Ólafs þarna og munu þær einnig liggja frammi á sýningunni. Ólafur notfærði sér þau tengsl sem hann myndaði á utanlandsferðum sínum, hann bauð fjölda málara aðstöðu hjá sér þegar þeir heimsóttu hann. Var talað um Múlakot sem eins konar listamannaaðsetur. Þar áttu íslenskir listamenn líka afdrep. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 10-18. Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Ólafur Túbals er mörgum ókunnur en hann var listmálari og þjóðþekktur á sinni tíð. Hann var ættaður úr Fljótshlíðinni, stundaði nám í Iðnskólanum 1917 en hafði brennandi áhuga á myndlist og sótti sér þekkingu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928 og 1932. Verk hans eru víða til en þau sem mynda sýninguna í Sögusetrinu eiga sér aðra sögu. Sigríður Hjartar fann myndirnar þegar þau hjónin fóru að taka til í húsakynnunum í Múlakoti þegar þau fluttu þangað. Verkin voru í misjöfnu ástandi og sum nánast ónýt en þau hjónin fengu leiðbeiningar frá sérfræðingum um hvernig ætti að meðhöndla þau og laga. Sigríður hefur síðan rammað inn þau verk sem hægt var. Einnig fundust dagbækur Ólafs þarna og munu þær einnig liggja frammi á sýningunni. Ólafur notfærði sér þau tengsl sem hann myndaði á utanlandsferðum sínum, hann bauð fjölda málara aðstöðu hjá sér þegar þeir heimsóttu hann. Var talað um Múlakot sem eins konar listamannaaðsetur. Þar áttu íslenskir listamenn líka afdrep. Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 10-18.
Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira