Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves 20. október 2006 07:00 Eldar Ástþórsson Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira