Launamunur milli kynjanna 16 prósent 20. október 2006 06:45 kvennafrídagurinn í fyrra Rannsóknin er eitt af verkefnum félagsmálaráðuneytisins sem talað er um í þingsályktun ríkisstjórnarinnar um jafnréttismál árin 2004 til 2008. Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira