Kærði og var sagt upp 20. október 2006 06:45 Markús Kristjánsson Starfaði sem hliðvörður hjá Alcan í 32 ár áður en honum var sagt upp störfum í fyrravor. Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrravor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Halldór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáverandi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæðinu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kallaður inn á teppið og boðinn starfslokasamningur. Engar aðrar skýringar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmannastefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfsmenn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggisfulltrúi Alcan, vísaði öllum ásökunum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira