Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki 19. október 2006 07:15 síðasti hvalurinn Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. MYND/sveinn þormóðsson „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira