Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki 19. október 2006 07:15 síðasti hvalurinn Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. MYND/sveinn þormóðsson „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
„Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira