Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir 19. október 2006 03:30 Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira