Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó 19. október 2006 06:30 spænskir sjómenn að störfum Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó muni hafa áhrif á veiðivenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér MYND/nordicphotos/afp Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst. Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst.
Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira