Óljóst hversu stór lóðin verður 19. október 2006 05:15 Hallargarðurinn Fríkirkjuvegur 11 stendur í norðurenda Hallargarðsins. MYND/GVA Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 stendur á tæplega 3600 fermetra lóð sem rennur saman við liðlega 4100 fermetra lóð á Fríkirkjuvegi 13 og myndar svokallaðan Hallargarð. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir of snemmt að segja til um hversu stór hluti núverandi lóðar fylgi húsinu við söluna. "Okkur hafa enn ekki borist skrifleg fyrirmæli frá borgarstjórn og það er ekki búið að forma neinar lýsingar eða skilmála. Það hafa verið uppi margs konar raddir og sjónarmið og það verður reynt að horfa til þeirra. Menn vilja hafa einhvern aðgang að Hallargarðinum," segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hamlar deiliskipulag því ekki að væntanlegur kaupandi hússins geti búið þar kjósi viðkomandi svo. "Ég hygg að þarna geti hvoru tveggja verið atvinnustarfsemi og íbúðarhús," segir hann. Vænta má þess að nokkrar vikur líði þar til sölulýsing fyrir húsið verður tilbúin. "Það er töluverð vinna framundan. Það þarf meðal annars að meta ástand hússins og ákveða hvort á að þinglýsa kvöðum um einhvers konar verndun á húsinu. Það var til dæmis gert þegar borgin seldi Heilsuverndarstöðina," segir Ágúst Jónsson. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að gera tillögu að söluauglýsingu vegna húseignarinnar á Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjórn hefur nú staðfest að húsið skuli selt. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 stendur á tæplega 3600 fermetra lóð sem rennur saman við liðlega 4100 fermetra lóð á Fríkirkjuvegi 13 og myndar svokallaðan Hallargarð. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir of snemmt að segja til um hversu stór hluti núverandi lóðar fylgi húsinu við söluna. "Okkur hafa enn ekki borist skrifleg fyrirmæli frá borgarstjórn og það er ekki búið að forma neinar lýsingar eða skilmála. Það hafa verið uppi margs konar raddir og sjónarmið og það verður reynt að horfa til þeirra. Menn vilja hafa einhvern aðgang að Hallargarðinum," segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hamlar deiliskipulag því ekki að væntanlegur kaupandi hússins geti búið þar kjósi viðkomandi svo. "Ég hygg að þarna geti hvoru tveggja verið atvinnustarfsemi og íbúðarhús," segir hann. Vænta má þess að nokkrar vikur líði þar til sölulýsing fyrir húsið verður tilbúin. "Það er töluverð vinna framundan. Það þarf meðal annars að meta ástand hússins og ákveða hvort á að þinglýsa kvöðum um einhvers konar verndun á húsinu. Það var til dæmis gert þegar borgin seldi Heilsuverndarstöðina," segir Ágúst Jónsson.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira