Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire 19. október 2006 16:30 Voltaire Umsaminn á íslensku af presti í Hvalfirði. Fjórar gamlar en nýjar íslenskrar skáldsögur frá nítjándu öld eru loksins komnar á prent. Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira