Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför 18. október 2006 07:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira