Ævi Þorbergs á hlóðum 17. október 2006 08:00 Pétur Gunnarsson rithöfundur Það er draumurinn að skila ævisögu Þorbergs til lesenda á komandi hausti. Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur unnið að ævisögu Þórbergs Þórðarsonar allt frá 1989 en þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu skáldsins. Pétur stóð ásamt fleirum fyrir þingi um skáldið um liðna helgi en hann vonar að verkið verði tilbúið til útgáfu næsta haust. Kippur er hlaupinn í rannsóknir á skáldferli Þórbergs Þórðarsonar og er vaxandi áhugi fræðimanna á sögu hans og stíllist. Eins og kunnugt er er væntanleg á markað í nóvember rannsókn Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings á hliðstæðum og andstæðum í ferli þeirra Þorbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Pétur segir að það sé draumurinn að þetta verði fullveðja ævisaga. Þetta byrjaði sem lítið verk efni og grufl, en nú er þetta að hlaðast í merkingarbært samhengi, segir Pétur. Ég hef verið að safna að mér gögnum í langan tíma - setið stíft í Þjóðarbókhlöðunni og pælt í dagbókarstaflanum. Aðspurður hvort þetta verkefni hafi ýtt til hliðar sagnaflokki Péturs um sögu þjóðarinnar segir hann að það séu tveir pottar á eldavélinni og hann grípi í verkefnin til skiptis. Áhrif Þorbergs á yngri höfunda hafa komið í ljós á síðari misserum: Jón Kalman Stefánsson lýsti því yfir við afhendingu Bókmenntaverðlauna í fyrra að æviverk Þorbergs hafi leyst sig úr læðingi sem sagnaskáld. Margir lögðu við hlustir þegar menningarþátturinn Víðsjá á Rás 1 gerði lestur skáldsins á Íslenskum aðli að framhaldssögu síðla sumars og Bjarni Jónsson leikskáld vann athyglisvert leikverk úr sögum skáldsins. Langt hlé hefur verið á endurprentunum á verkum Þorbergs, og er helst að nálgast þau í fornbókaverslunum. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur unnið að ævisögu Þórbergs Þórðarsonar allt frá 1989 en þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu skáldsins. Pétur stóð ásamt fleirum fyrir þingi um skáldið um liðna helgi en hann vonar að verkið verði tilbúið til útgáfu næsta haust. Kippur er hlaupinn í rannsóknir á skáldferli Þórbergs Þórðarsonar og er vaxandi áhugi fræðimanna á sögu hans og stíllist. Eins og kunnugt er er væntanleg á markað í nóvember rannsókn Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings á hliðstæðum og andstæðum í ferli þeirra Þorbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar. Pétur segir að það sé draumurinn að þetta verði fullveðja ævisaga. Þetta byrjaði sem lítið verk efni og grufl, en nú er þetta að hlaðast í merkingarbært samhengi, segir Pétur. Ég hef verið að safna að mér gögnum í langan tíma - setið stíft í Þjóðarbókhlöðunni og pælt í dagbókarstaflanum. Aðspurður hvort þetta verkefni hafi ýtt til hliðar sagnaflokki Péturs um sögu þjóðarinnar segir hann að það séu tveir pottar á eldavélinni og hann grípi í verkefnin til skiptis. Áhrif Þorbergs á yngri höfunda hafa komið í ljós á síðari misserum: Jón Kalman Stefánsson lýsti því yfir við afhendingu Bókmenntaverðlauna í fyrra að æviverk Þorbergs hafi leyst sig úr læðingi sem sagnaskáld. Margir lögðu við hlustir þegar menningarþátturinn Víðsjá á Rás 1 gerði lestur skáldsins á Íslenskum aðli að framhaldssögu síðla sumars og Bjarni Jónsson leikskáld vann athyglisvert leikverk úr sögum skáldsins. Langt hlé hefur verið á endurprentunum á verkum Þorbergs, og er helst að nálgast þau í fornbókaverslunum.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira