Viðskipti innlent

Ísland færist upp um tvö sæti

Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýjustu úttekt skýrslu World Economic Forum. Bandaríkin, sem voru í fyrsta sæti, eru fallin í það sjötta, en Sviss komið í þeirra stað efst á listanum sem samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins. Sviss var áður í fjórða sæti.

Á eftir Sviss koma Finnland og Svíþjóð. Danmörk er svo í fjórða sæti og Noregur í því tólfta þannig að við erum neðst Norðurlanda á listanum. Tsjad, Búrúndí og Angóla verma svo botnsætin á listanum.

Í skýrslu World Economic Forum, sem heitir Global Com­peti­tiveness Report 2006-2007, er samkeppnishæfni 125 landa kannað en meðal annars er litið til þeirra opinberu gagna sem fyrir liggja um samkeppnishæfni landanna. Þannig má raða löndum upp eftir ýmsum þáttum og er Ísland til að mynda í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru búa að bestu stofnunum. Þar er Svíþjóð í fyrsta sæti og Noregur í öðru.

Þá eru Norðurlöndin öll meðal tíu efstu þegar kemur að heilbrigðis- og grunnskólakerfi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×