Grindvíkingar sjálfum sér verstir 24. september 2006 10:45 Þvílík vonbrigði. Leikmenn Grindavíkur gerðu allt hvað þeir gátu til að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni en allt kom fyrir ekki. Liðið fellur nú úr Landsbankadeildinni í fyrsta sinn. Grindavík leikur í 1. deild að ári. Það varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Íslandsmeisturum FH en Grindavík varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fallið. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti eins og skiljanlegt var. Þeir keyrðu upp hraðann og voru snemma hættulegir. Fyrsta dauðafærið kom á 7. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá einn og óáreittur í markteig FH-inga. Svakalegt klúður. Grindvíkingar vildu fá víti tveim mínútum síðar en Jóhannes dæmdi réttilega ekkert víti en Ahandour hefði átt að gera betur einn gegn markverði. xxx xxxx Fréttablaðið/Víkurfréttir Grindvíkingar sóttu mjög grimmt nánast allan fyrri hálfleikinn og voru ótrúlegir klaufar að skora ekki. Það var engu líkara en Jóhann Þórhallsson vildi ekki fá gullskóinn því hann hefði getað eignað sér hann í fyrri hálfleiknum miðað við færin sem hann fékk. Dennis Siim og Tommy Nielsen réðu lítið sem ekkert við hraðann í Jóhanni og Mounir Ahandour en eins og áður segir virtist þeim fyrirmunað að skora. Á sama tíma fengu FH-ingar nokkuð góð upphlaup og það róaði áhorfendur lítið hversu óöruggur Helgi markvörður var á milli stanganna. Þrátt fyrir mikil og góð tilþrif var markalaust í leikhléi og Grindavík á leið í 1. deild að óbreyttu. Það virtist nokkuð vera dregið af Grindavíkurliðinu í leikhléi því FH var mun betra liðið í upphafi þess síðari og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Stanslausar stungusendingar Grindvíkinga voru hættar að virka og þeir virtust ekki kunna önnur ráð. Grindvíkingar voru í raun steingeldir og það var átakanlegt að fylgjast með ömurlegum sóknartilburðum liðsins. Á sama tíma bætti FH í og hafði öll vopn í hendi sér og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir að berjast alla leið fyrir sæti sínu. Það var síðan fyllilega verðskuldað þegar Allan Dyring skallaði boltann í markið af stuttu færi á 73. mínútu. Það mátti nánast heyra saumnál detta því Grindvíkingar gerðu sér grein fyrir að þetta væri bil sem yrði ekki brúað. Búið spil Vonbrgiðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Grindavíkur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í gær. Fall í 1. deild er staðreynd en Grindvíkingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því fyrra, þegar liðið bjargaði sér frá falli í lokaumerðinni Fréttablaðið/Víkurfréttir Ray Anthony fékk rautt spjald þegar fimm mínútur lifðu leiks. Grindvíkingar unnu í kjölfarið boltann, brunuðu upp og Óskar Örn kláraði laglega skyndisókn. 1-1 og allt á suðupunkti. Meira markvert gerðist ekki í liði Grindavíkur það sem eftir lifði leiks og FH var meira með boltann ef eitthvað var. Grindavík hreinlega hafði ekki slagkraftinn sem vantaði og eftir að hafa leikið sér að eldinum var liðið loksins fallið. Sinisa Kekic horfði á úr stúkunni og maður gat ekki annað en hugsað hvort svona hefði farið hefði hann klárað tímabilið með liðinu enda margoft komið til bjargar. Grindvíkingar þurfa að stokka spil sín rækilega núna en vonandi spýta menn þar á bæ í lófana í stað þess að gefast upp því það er verulegur söknuður að þessu félagi úr efstu deild. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Grindavík leikur í 1. deild að ári. Það varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Íslandsmeisturum FH en Grindavík varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fallið. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti eins og skiljanlegt var. Þeir keyrðu upp hraðann og voru snemma hættulegir. Fyrsta dauðafærið kom á 7. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá einn og óáreittur í markteig FH-inga. Svakalegt klúður. Grindvíkingar vildu fá víti tveim mínútum síðar en Jóhannes dæmdi réttilega ekkert víti en Ahandour hefði átt að gera betur einn gegn markverði. xxx xxxx Fréttablaðið/Víkurfréttir Grindvíkingar sóttu mjög grimmt nánast allan fyrri hálfleikinn og voru ótrúlegir klaufar að skora ekki. Það var engu líkara en Jóhann Þórhallsson vildi ekki fá gullskóinn því hann hefði getað eignað sér hann í fyrri hálfleiknum miðað við færin sem hann fékk. Dennis Siim og Tommy Nielsen réðu lítið sem ekkert við hraðann í Jóhanni og Mounir Ahandour en eins og áður segir virtist þeim fyrirmunað að skora. Á sama tíma fengu FH-ingar nokkuð góð upphlaup og það róaði áhorfendur lítið hversu óöruggur Helgi markvörður var á milli stanganna. Þrátt fyrir mikil og góð tilþrif var markalaust í leikhléi og Grindavík á leið í 1. deild að óbreyttu. Það virtist nokkuð vera dregið af Grindavíkurliðinu í leikhléi því FH var mun betra liðið í upphafi þess síðari og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Stanslausar stungusendingar Grindvíkinga voru hættar að virka og þeir virtust ekki kunna önnur ráð. Grindvíkingar voru í raun steingeldir og það var átakanlegt að fylgjast með ömurlegum sóknartilburðum liðsins. Á sama tíma bætti FH í og hafði öll vopn í hendi sér og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir að berjast alla leið fyrir sæti sínu. Það var síðan fyllilega verðskuldað þegar Allan Dyring skallaði boltann í markið af stuttu færi á 73. mínútu. Það mátti nánast heyra saumnál detta því Grindvíkingar gerðu sér grein fyrir að þetta væri bil sem yrði ekki brúað. Búið spil Vonbrgiðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Grindavíkur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í gær. Fall í 1. deild er staðreynd en Grindvíkingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því fyrra, þegar liðið bjargaði sér frá falli í lokaumerðinni Fréttablaðið/Víkurfréttir Ray Anthony fékk rautt spjald þegar fimm mínútur lifðu leiks. Grindvíkingar unnu í kjölfarið boltann, brunuðu upp og Óskar Örn kláraði laglega skyndisókn. 1-1 og allt á suðupunkti. Meira markvert gerðist ekki í liði Grindavíkur það sem eftir lifði leiks og FH var meira með boltann ef eitthvað var. Grindavík hreinlega hafði ekki slagkraftinn sem vantaði og eftir að hafa leikið sér að eldinum var liðið loksins fallið. Sinisa Kekic horfði á úr stúkunni og maður gat ekki annað en hugsað hvort svona hefði farið hefði hann klárað tímabilið með liðinu enda margoft komið til bjargar. Grindvíkingar þurfa að stokka spil sín rækilega núna en vonandi spýta menn þar á bæ í lófana í stað þess að gefast upp því það er verulegur söknuður að þessu félagi úr efstu deild.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira