Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið 24. september 2006 10:15 Fyrrum félagar berjast. Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira